10.08.2011 22:00
Guðmundur RE 29 og tveir óþekktir
Á þessum tveimur myndum sem virðast teknar á svipuðum tíma, þekki ég aðeins þann sem er lengst til vinstri, en það er 1272. Guðmundur RE 29, sem nú er Sturla GK 12 frá Grindavík. Á báðum myndunum sést einnig einn með skorsteinsmerkið V, en þekki hann þó ekki. Þá bætist við þriðji báturinn á síðari myndinni og hann þekki ég ekki heldur. Það er með þessar myndir eins og allar þær sem komið hafa í þessari syrpu og eiga eftir að koma, teknar af Kristni Benediktssyni, þær eru allar teknar úr 1014. Ársæli Sigurðssyni GK 320, en með þeim báti fór hann í veiðiferð með myndavélina, blað og penna.


1272. Guðmundur RE 29 og ?? og ?? © myndir Kristinn Benediktsson
1272. Guðmundur RE 29 og ?? og ?? © myndir Kristinn Benediktsson
Skrifað af Emil Páli
