10.08.2011 17:39

Sella GK 225

Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni var sl. laugardag sjósettur hraðfiskibátur af gerðinni Sómi 960. Fékk ég í dag eigandann til að fara í smá ferð fyrir mig til að taka myndir af bátnum á siglingu og fór hann mest í 28 mílna ferð á Keflavíkinni og hér sjáum við tvær myndir úr ferðinni en á miðnætti birtast tíu sinnum fleiri myndir eða alls 20.

Bátur þessi er framleiddur hjá Bláfelli á Ásbrú, en innréttaður og frágengin hjá eigandanum í Njarðvík. Í bátnum er 490 hestafla Cummins-vél.




                2805. Sella GK 225, á Keflavíkinni í dag © myndir Emil Páll, 10. ágúst 2011