10.08.2011 14:00
Fyrsti hækkaði Sóminn o.fl hjá Bláfelli
Hér birtast myndir af tveimur Sómum sem Bláfell er með í framleiðslu og annar þeirra sem fer til Ólafsvíkur er af gerðinni Sómi 990, en hefur verið borðhækkaður um 15 sm og húsið einnig, en hækkunin sést best á þeirri mynd þar sem hann stendur við hliðina á öðrum sóma sem er venjulegur hvað hæð varðar.
Hinn er Sómi 870 og verður í eigu aðila í Reykjavík og að lokum er mynd af yfirbyggingu sem þeir framleiddu og fer eitthvað út á land.
Sá hækkaði, fyrsti hækkaði Sóminn
Hér sést greinilega hæðamunur á einum venjulegum og þeim hækkaða
Sómi 870, fyrir aðila í Reykjavík
Yfirbyggingin fyrir aðila úti á landi © myndir Emil Páll, 10. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
