06.08.2011 14:00
Ekkert má nú
Við sem stundum báta- og skipaljósmyndum höfum orðið fyrir því á undanförnum árum að tökustöðum er lokað fyrir okkur. Frægasta tædmið er þegar höfnum var lokið í öryggisskyni. Við hér syrða urðum fyrir því fyrir nokkrum mánuðum að flestum leiðum að Helguvík var lokað og nú er það nýjasta að hóll sá sem Arnbjörn Eiríksson, eða Bjössi á Stafnesi fann ofan við Hólmsbergsvita og var umsvipalaust nefndur í höfuði á honum og kallaður Bjössahóll, hefur nú verið lokað fyrir okkur, gerist það með því að búið er að grafa í sundur leiðinu upp á hólinn. Sést það á myndunum tveimur sem hér birtast. Það sem er þó merkilegast við þetta er að örfáar hafnir sganda stíft á þessu, meðan aðra horfa í gegn um bannið og leyfa okkur að mynda eftir þörfum. Mér er skapi næst að birta nöfn þeirra hafna sem sýna þessa leiðinlegu framkomu, en bíð með það að sinni.


Hér sést greinilega hvenig búið er a ðmoka í sundur leiðina upp á BJÖSSAHÓL © myndir Emil Páll, 6. ágúst 2011
Hér sést greinilega hvenig búið er a ðmoka í sundur leiðina upp á BJÖSSAHÓL © myndir Emil Páll, 6. ágúst 2011
Skrifað af Emil Páli
