03.08.2011 16:50

Flottar myndir frá Reykjavík 2007

Sigurbrandur sendi mér fleiri perlur sem hann á svo sannarlega þakkir fyrir. Þessi er tekin sumarið 2007 í Reykjavík og þarna má sjá ýmsa báta, jafnvel báta sem ekki eru lengur til.


    Þarna má sjá 1344. Svan SH 9, nú Brimill frá Hvammstanga, 1857. Von RE 3, nú  Finnbjörn ÍS 68, 2114. Jóhönnu, 1511. Ragnar Alfreð og hinum megin við bryggjuna er 929. Svanur KE 90, sem rifin var í Helguvík fyrir nokkrum misserum. © mynd þessa tók Sigurbrandur í Reykjavíkurhöfn sumarið 2007,