03.08.2011 11:46

Auðunn hjálpar Sólborgu

Ekki gekk það eins vel og til stóð að sjósetja Sólborgu RE, í Njarðvikurslipp. Við slippbryggjuna beið hafnsögubáturinn Auðunn til að draga bátinn að bryggju, en biðtíminn varð lengri en von var á, því segja má að sjósetningin hafi farið fram í þremur hlutum og í einu tilfellinu var báturinn tekinn aðeins upp að nýju. Allt um það og margar margar myndir birtast hér á miðnætti í kvöld. Hér birti ég þo fjórar myndir sem ég tók í morgun


                           2043. Auðunn bíður eftir að 2464. Sólborg komi niður


            2464. Sólborg RE 270, eftir að búið var að hífa hana aðeins upp aftur



     2464. Sólborg RE 270 dregin á afturbak og sést í taugina aftan úr bátnum, en hér er hann kominn á frían sjó


       2043. Auðunn og 2464. Sólborg RE 270 , nálgast bryggjuna í Njarðvik. Sjá nánar á miðnætti © myndir Emil Páll, 3. ágúst 2011