02.08.2011 20:00
Valdimar GK 195
Hér sjáum við bátinn bakka út fyrir bryggjuna í Njarðvík til að snúa við og síðan myndir er hann sigldi út Stakksfjörðinn. Eins og sést á einni myndanna er báturinn með heimahöfn í Vogum, þó Þorbjarnabátar séu annars með heimahöfn í Grindavík. Ástæðan er að báturinn var í fyrstu hérlendis skráður í eigu Valdimars hf. í Vogum, sem síðan sameinaðist Fiskanesi og :Þorbirni, sem fékk þá nafnið Þorbjörn - Fiskanes hf. í Grindavík og síðan varð það Þorbjörn hf. Grindavík og þannig er það nú.
Þessi bátur fékk hinsvegar að halda heimahöfn sinni og því tók ég líka eina mynd af bátnum sigla út Stakksfjörðinn en með Voga í Baksýn
Valdimar GK 195, bakkar út á betri stað til að snúa við
Stefnan tekin út Stakksfjörðin og efstu húsin í Innri- Njarðvík í baksýn
Hér er Vogastapi í baksýn
Fjallið Keilir gnæfir hér yfir
Það fer ekkert á milli mála að heimahöfn Valdimars er í Vogum
Hér sjáum við heimhöfn Valdimars, Voga í baksýn, er skipið siglir út Stakksfjörðinn
© myndir Emil Páll, 2. ágúst 2011
