02.08.2011 00:00

Mannlíf til sjós og lands

Hér kemur smá myndasyrpa úr ýmsum áttum og er myndirnar frá ýmsum árum og bara gaman af þeim. Fyrstu myndina hef ég þó birt a.m.k. tvisvar áður, en finnst hún alltaf jafn flott.


       Síldarlöndun úr 475, Guðfinni KE 32 í kring um 1960. Skipstjórinn Sævar Brynjólfsson stendur uppi á stýrishúsinu © mynd úr Fiskifréttum 2006, en tekin af Snorra Snorrasyni


   Úr kaffistofu drystihúss Sigurðar Ágústssonar hf., í Stykkishólmi á 6. áratug síðustu aldar © mynd úr myndasafni Ágústs Sigurðssonar, er birtist í Fiskifréttum 2006


    Þorsteinn Vilhelmsson um borð í Akureynni árið 1991 © mynd Fiskifréttir 2006 / Heiðar Marteinsson


   Í brúnni á 1012. Erni RE, sem fór fyrstur íslenskra báta til síldveiða við Ameríkustendur F.v. Þorsteinn Árnason stýrimaður, Sævar Brynjólfsson skipstjóri og Þorsteinn Sæmundsson vélstjóri © mynd úr Fiskifréttum 2006


   Síðasta áhöfnin á Sjöfn frá Grenivík. Talið frá vinstri. Efri röð: Ísak Oddgeirsson, Sigurvin Hauksson, Gísli Gunnar Oddgeirsson, Birgir Már Birgisson, Vignir Hauksson og Sigurður Þorsteinsson.
Neðri röð: Gunnar Sigurðsson, Erhard Joensen, Oddgeir Ísaksson, Sæmundur Guðmundsson, Gísli Jóhannsson og Vilhjálmur Ísaksson. © mynd úr Víkingi 3006