30.07.2011 00:00
Fransmenn á Íslandi
Myndir og texti frá safninu Fransmenn á Íslandi sem Café Sumarlína rekur í sumar fyrir Fjarðabyggð.
Á sýningunni Fransmenn á Íslandi, Búðavegi 8 á Fáskrúðsfirði er rakin í máli og myndum vera franskra skútusjómanna á Íslandi.
Einnig eru þar fjölmargir munir sem tengjast Fransmönnum. Hvergi á Íslandi eru jafn miklar minjar frá dvöl Frakka og á Fáskrúðsfirði en þeir reistu þar sjúkraskýli, hús fyrir konsúl og kapellu.
Einnig er var þar hús sem byggt var úr strandaðri skútu. Sumar þessar byggingar standa enn og segja sína sögu. Þá er ótalinn franskur kirkjugarður en í honum eru þekktar grafir 49 sjómanna.
Fáskrúðsfirðingar áttu mikil viðskipti við Fransmennina, seldu þeim prjónles, peysur, kjöt, mjólk ofl.
Og fengu greitt í rauðvíni, koníaki, kexi og kartöflum svo eitthvað sé nefnt. Blómatími skútusjómanna hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914 en á þeim árum voru hér allt að 5000 menn að veiðum í einu.
Sagan segir að Fáskrúðsfirðingar líkist Frökkum þó nokkuð í útliti sem kann að vera en hvað sem því líður er þeim hlýtt til Fransmanna og taka vel á móti þeim og öðrum ferðamönnum.
Tel. 4751575 Gsm 8631341
www.123.is/sumarlina
Facebook. Fransmenn á Íslandi










© myndir og texti Óðinn Magnason
Á sýningunni Fransmenn á Íslandi, Búðavegi 8 á Fáskrúðsfirði er rakin í máli og myndum vera franskra skútusjómanna á Íslandi.
Einnig eru þar fjölmargir munir sem tengjast Fransmönnum. Hvergi á Íslandi eru jafn miklar minjar frá dvöl Frakka og á Fáskrúðsfirði en þeir reistu þar sjúkraskýli, hús fyrir konsúl og kapellu.
Einnig er var þar hús sem byggt var úr strandaðri skútu. Sumar þessar byggingar standa enn og segja sína sögu. Þá er ótalinn franskur kirkjugarður en í honum eru þekktar grafir 49 sjómanna.
Fáskrúðsfirðingar áttu mikil viðskipti við Fransmennina, seldu þeim prjónles, peysur, kjöt, mjólk ofl.
Og fengu greitt í rauðvíni, koníaki, kexi og kartöflum svo eitthvað sé nefnt. Blómatími skútusjómanna hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914 en á þeim árum voru hér allt að 5000 menn að veiðum í einu.
Sagan segir að Fáskrúðsfirðingar líkist Frökkum þó nokkuð í útliti sem kann að vera en hvað sem því líður er þeim hlýtt til Fransmanna og taka vel á móti þeim og öðrum ferðamönnum.
Tel. 4751575 Gsm 8631341
www.123.is/sumarlina
Facebook. Fransmenn á Íslandi
© myndir og texti Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
