29.07.2011 11:00

Fyrsta skipsáhöfn Eggerts Gíslasonar


  Fyrsta skipsáhöfn aflakóngsins Eggerts Gíslasonar úr Garðinum, á síldveiðum á Hilmi GK 498, síða KE 7. Myndin var tekin þegar báturinn lá inni vegna brælu á Þórshöfn á Langanesi, sumarið 1948.
Fremstir frá vinstri eru: Jóhann Elíasson, Friðrik Georgsson og Birkir Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Gíslason, Snorri Jónsson, Magnús Magnússon, Óli Kr. Jónsson, Jónas Sigurbjörnsson, Magnús Helgason, Einar Guðmundsson og Eggert Gíslason © mynd úr FAXA 2007