27.07.2011 20:00
Jón Guðmundsson KE 4 - enn til
Þessa mynd tók ég af bátnum nýkomnum nýjum til Keflavíkur, en þangað kom hann í mars 1960. Myndina lánaði ég síðan til birtingar í FAXA árið 2006. Báturinn er till enn í dag og ber nú nafnið Markús ÍS 777, með heimahöfn á Flateyri.
Báturinn hefur borið eftirtalin nöfn: Jón Guðmundsson KE 4, ísleifur ÁR 4, Askur ÁR 13, Guðbjörg ST 17, Laufey ÍS 251, Dagur SI 66, Egill ÍS 77, Stefán Rögnvaldsson EA 345, Stefán Rögnvaldsson HU 345, Stefán HU 38, Stefán BA 48 og núverandi nafn: Markús ÍS 777.
616. Jón Guðmundsson KE 4, nýkominn til Keflavíkur í mars 1960 © mynd úr FAXA 2006, en ljósmyndari Emil Páll 1960.
