27.07.2011 18:00
Gullborgin og Binni í Gröf
Hér fyrir neðan koma tvær myndir af Gullborg, Sú fyrri með gamla húsinu og RE 38, en hin síðari með húsinu sem áður var á Atla VE, og nr. þar á bátnum er VE 38.
Þá birtist einnig mynd af sjálfum Binna í Gröf, mynd sem ég hefði sjálfur alveg eins getað tekið, en svo er ekki. Það segi ég af því að í eina skiptið sem ég sá hann, var þegar við á Sigurpáli sigldum nánast samhliða honum er hann var á veiðum milli lands og Eyja og kom út á brúarpallinn og ég sá hann einhvern veginn svona.
Þá vissi ég ekki að síðar á lífsleiðinni ætti ég eftir að tengjast fjólskyldu Binna, en rétt rúmu ári eftir að hann féll frá, hóf ég búskap með yngstu dóttur hans og bjuggum við saman í 27 ár og má því segja að ég hafi næstum því orðið tengdasonur hans.

490. Gullborg RE 38, með elsta stýrishúsinu

490. Gullborg VE 38, með stýrishúsið sem áður var á Atla VE

Binni í Gröf, eða Benóný Friðriksson, eins og hann hét réttu nafni
© myndir úr Víking 3006
Þá birtist einnig mynd af sjálfum Binna í Gröf, mynd sem ég hefði sjálfur alveg eins getað tekið, en svo er ekki. Það segi ég af því að í eina skiptið sem ég sá hann, var þegar við á Sigurpáli sigldum nánast samhliða honum er hann var á veiðum milli lands og Eyja og kom út á brúarpallinn og ég sá hann einhvern veginn svona.
Þá vissi ég ekki að síðar á lífsleiðinni ætti ég eftir að tengjast fjólskyldu Binna, en rétt rúmu ári eftir að hann féll frá, hóf ég búskap með yngstu dóttur hans og bjuggum við saman í 27 ár og má því segja að ég hafi næstum því orðið tengdasonur hans.
490. Gullborg RE 38, með elsta stýrishúsinu
490. Gullborg VE 38, með stýrishúsið sem áður var á Atla VE
Binni í Gröf, eða Benóný Friðriksson, eins og hann hét réttu nafni
© myndir úr Víking 3006
Skrifað af Emil Páli
