26.07.2011 20:57

Leith N-8-G ex 2395. Inga NK 4

Já Leithe heitir hann í dag og er með skráninguna N-8-G. N stendur fyrir Nordland og G stendur fyrir Gildeskal, sem er næsta sveitafélag hérna fyrir norðan okkar. Hann er skráður í Storvika sem er lítill staður í því sveitafélagi.

Hann hefur samkvæmt Norsk Raafisklag landað tvisvar daganna 17 og 20 júlí.

Þ. 17 landaði hann  1175 kg af rækju sem flokkast stór og 723 kg af rækju í stærð 221-250

Þ. 20 landar hann 431 kg af rækju og svo 241 kg í stærðinni 221-250.

Hann landar hjá KarlS Fisk og skalldyr í Tromsoe.


- Þetta var lýsing Jóns Páls Jakobssonar á bloggsíðu sinni um bátinn



               Leithe N-8-G ex 2395. Inga NK 4 © mynd Jón Páll Jakobsson, í júlí 2011