26.07.2011 00:17

Séð frá Vatnsnesi

Hér kemur smá syrpa sem ég tók frá Vatnsnesi í Keflavík og sýnir þó aðeins hluta af því útsýni sem þaðan er, eða í raun aðeins næsta nágrenni.


          Turnarnarir í Helguvík, Hólmsbergið, Hólmsbergsviti og Stakkur bak við sjóvarnargarðinn


        Þrengjum aðeins sjónarhornið og þá sjáum við Hólmsbergið, Hólmsbergsvita og Stakkinn


          Enn þrengi í sjónarhornið og þá er það Hólmsbergið með Hólmbergsvita. Þá má geta þess að fremst sjést Brenninípa


    311. Baldur KE 97 og bak við hann eru Duushúsin og hægra megin við þau sést í kaffi Duus, en þar fyrir aftan gnæfir yfir þvottastöð SBK, sem eru einu leifarnar af Dráttarbraut Keflavíkur


                     Þorbjörn við Grindavík gnæfir yfir byggðina í Innri- Njarðvík


                        Hér sjáum við meira af byggðinni í Innri - Njarðvík


                 Að lokum er það auðvitað Vatnsnesviti © myndir Emil Páll, 25. júli 2011