25.07.2011 00:00
Áður íslenskir - nú norskir
Myndirnar eru allar teknar af íslendingnum Jóni Páli Jakobssyni frá Bíldudal sem nú er skipstjóri á einum af þessum bátum (2140) í Noregi.
Næst bryggju er Polarhav ex 2140, þá Öyfisk ex 1860 og utastur er norski báturinn Polar Atlantie © mynd tekin 17. apríl 2010
Öyfisk ex 1860. bíður örlaga sinna í Örnes í Noregi í júlí 2011
Þrír norskir þar af einn fyrrum íslenskur, en það er sá utasti sem var hér 2140.
Polarhav ex 2140 © mynd tekin 28. ágúst 2010
Polarhav ex 2140 © mynd tekin 28. ágúst 2010
Polarhav N-16-ME ex 2140, í S.soen, Noregi, 30. okt. 2010
Áður 2395. Fór frá Neskaupstað í júní og var þá nafnaláus og virðist enn vera nafnlaus þó hann sé kominn í útgerð í Noregi. Verður þar gerður út sem rækjuskip, allt árið., eins og fram kemur fyrir neðan myndirnar
Fyrrum 2395, í Örnes í Noregi í júlí 2011
Sama og á myndinni fyrir ofan
© myndir Jón Páll Jakobsson
Varðandi síðastnefnda bátinn segir Jón Páll þetta:
En þó það sé rólegt yfir Skotheimsvik útgerðinni þá er kominn nýr báturinn í sveitafélagið síðan ég fór heim og er hann mjög kunnugur þó sérstaklega fyrir okkur Bílddælinga.
Já Bríkin hans Gulla er kominn hingað og farin að fiska rækju hérna í fjörðunum. Spjallaði ég aðeins við eigandann en þeir voru að drífa sig á sjóinn. Eru þeir búnir að vera á veiðum í tvær vikur eftir að hann fékk hann en fór hann með hann í slipp þar sem honum var breytt fyrir rækjuveiðarnar. Fiskaði hann fyrir 150 þúsnd norskar fyrstu vikuna. Svona ca 35 þúsund á mann en þeir eru tveir á (700 þúsund). Búið að vera mjög góð veiði á norskann mælikvarða. Já Bríkin sem var smíðuð til að veiða rækju í Arnarfirði er kominn í sama hlutverk í Noregi.
Aldrei man ég eftir því að Bríkin væri með svona stóra hlera heima þegar hún mokaði upp Arnarfjarðarrækju en þetta er 120" Tyboron. En eigandinn er mjög ánægður með togkraftinn og segir þá draga mjög stórt troll miðað við stærð á bát, en hér má ekki hafa bobbinga undir á innanfjarðarrækju. Þeir sjópakka rækjunni þ.e.a.s. sjóða hana og pakka henni í frauðkassa beint í smásölu.
Búið er að breyta bátnum dálítið setja nýja trolltromlu og setja vinnslulínu fyrir rækju. Báturinn á að vera gerður út á rækju allt árið.
Svo er bara haldið á miðin aftur og komið með nýjan skammt af rækju. En þeir landa á hverju morgni og er svo rækjan flutt með hurtigrutunni til Tromsö.
