24.07.2011 23:50
La Boreal til Grundarfjarðar á morgun
Skemmtiferðaskipið Le Boreal kemur á morgun mánudag til Grundarfjarðar, frá Hafnarfirði.
Le Boreal er að koma til Grundarfjarðar í þriðja sinn í sumar og kom til Hafnarfjarðar á laugardag og siglir síðan frá Grundarfirði til Akureyrar, Grímseyjar, Ísafjarðar, Vestmannaeyja og aftur til Hafnarfjarðar.
Le Boreal er eitt nýjasta skemmtiferðaskip flotans, var hleypt af stokkunum í maí á síðasta ári. Það er einnig talið eitt flottasta skipið og er lúxusinn um borð annálaður. Litur skipsins er sérstakur, þegar um skemmtiferðaskip er að ræða, en það er dökk grátt. Línurnar í skipinu eru bogadregnar eins og norðurljósin, enda er það nafn skipsins.
.
Héðan heldur skipið til Grænlands. Kemur þetta fram á vef Hafnarfjarðarhafnar, auk þess sem Heiða Lára hefur fært okkur freéttum um þetta með myndunum úr fyrri tveimur ferðum sumarsins. La Boreal, í Hafnarfirði © mynd af vef Hafnarfjarðarhafnar
