24.07.2011 15:00

Holmvag og Fröyskjær

Hér kemur mynd eftir Jón Pál Jakobsson sem hann tók í Noregi  og á síðu sinni segir hann þetta um myndaefnið:

Hér er Holmvag, Fröyskjær og síðan sést aðeins í Turbo. En sjáið þið hvernig bátarnir er bundnir saman þeir koma aldrei við hvorn annan, því dálítið frá bryggjunni er akkeri sem ysti báturinn er bundinn í bæði að framan og aftan og þannig haldið frá hinum bátunum og þannig kemur innsti báturinn aldrei heldur við bryggjuna. Fröyskjær er bátur sem búið er að gera upp til þess að búa í og sigla um ströndina. 


     Holmvag og Fröyskjær og lengst til vinstri sést aðeins í Turbo
                    © myndir Jón Páll Jakobsson, 2011
.


    Jón Páll Jakobsson hefur verið duglegur að taka myndir af bátum í Noregi og mun ég nú birta nokkrar þeirra og á miðnætti birtist skemmtileg syrpa af bátum sem áður voru gerðir út hérlendis en eru nú í Noregi og meðal þeirra er einn sem nýlega var seldur þangað frá Íslandi, en sá var smíðaður hérlendis á sínum tíma og gerður út  hér undir þremur nöfnum.  Allt um þetta á miðnætti.