24.07.2011 12:00
Fimm makrílbátar í höfn
Makrílflotinn sem gerður er út frá Njarðvik, hefur bætt llífið í Njarðvðiku- og einnig Keflavíkurhöfn til góðs. Nú virðast 5 þeirra báta sem eru gerðir út á þessar veiðar, landa til vinnslu í Njarðvík og það skemmtilega er að 80% þeirra eða 4 af fimm eru aðkomubátar og síðan hafa komið ýmsir aðrir og landað makríl til vinnslu í Njarðvík. Hér fyrir neðan birti ég myndir af öllum fimm bátunum, þ.e. 4 stálbátum og einum plastbáti, sem voru í landi nú um helgina og eru stálbátarnir í Njarðvík en plastbáturinn í Keflavík..
1178. Blíða SH 277, 1964. Sæfari ÁR 170 og 2340. Valgerður BA 45. Ekki var það bryggjan sem hallaði svona, heldur virðist ljósmyndarinn ekki hafa ráðið alveg við myndavélina í rokinu
94. Happasæll KE 94, í Njarðvik
1178. Blíða SH 277, í Njarðvík
1964. Sæfari ÁR 170, í Njarðvik
2340. Valgerður BA 45, í Njarðvík
1516. Fjóla SH 121, í Keflavík © myndir Emil Páll, 23. júlí 2011
