23.07.2011 15:00

Táknræn lokamynd - frá Djúpuvík

Þetta er síðasta myndin úr hringferð Bjarna Guðmundssonar nú í júlimánuði. Hefur hann sent myndir úr ferðinni, sem hófst við Eyjafjörð og þaðan fór hann Suður með sjó, þá til Reykhóla, á Skarðströnd og þræddi síðan nánast ef ekki öll, hafnarstæði á Ströndunum, staði eins og Gjögur, Djúpuvík, Norðurfjörð, Ingólfsfjörð, Kokkálsvík sem er hafnarstæði þeirra á Drangsnesi og Hólmavík. Myndirnar hef ég þó ekki birt í þessari röð, heldur farið vítt og breytt um. Hvað um það þetta var mjög vinsæl syrpa, enda komu þarna fram myndir bæði af skipum sem ekki sjást oft hér á síðunum, svo og hafnarstæðum sem sama má segja um, auk þess sem það rifjast upp fyrir mörgum gamlar uppelds- eða heimaslóðir.

Þó þessari skemmtilegu syrpu sé lokið þurfum við ekki að örvænta því framundan eru myndir víða af landsbyggðinni, svo og frá Noregi þar sem fram koma bæði fyrrum íslensk skip sem enn eru til í Noregi og þarlend skip einnig o.fj. o.fl.


          Gamla Suðurlandið á Djúpuvík, á Ströndum © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. júlí 2011