Löndun. Heimildir DV herma að Þorsteinn Erlingsson þurfi að greiða 200 milljónir króna til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Samsett mynd DV
Heimildir DV herma að Þorsteini Erlingssyni, eiganda útgerðarfélagsins Saltvers í Reykjanesbæ, verði gert að greiða yfir 200 milljónir króna til Fiskistofu vegna meints löndunarsvindls. Þorsteinn, sem er fyrrverandi bæjarfulltrúi og stjórnarmaður í Sparisjóði Keflavíkur, tjáir sig ekki um málið í samtali við DV.
"Talaðu bara sjálfur við Fiskistofu og vertu blessaður," sagði Þorsteinn þegar hann var spurður hvort hann þyrfti að greiða fjársektir og hversu háar þær væru, í kjölfarið skellti hann á blaðamann. Heimildir DV herma að sektin sé tilkomin vegna ólöglegrar löndunar fyrirtækisins framhjá vigt, en málið hefur verið til rannsóknar hjá Fiskistofu undanfarna mánuði.
Hjá Fiskistofu fengust þær upplýsingar að málið væri í ferli og að það "færi sínar leiðir." Þorsteinn Hilmarsson, starfsmaður Fiskistofu, staðfesti hvorki né neitaði því að eiganda Saltvers hefði verið gert að greiða fjársektir til stofnunarinnar.
Fiskistofa hefur heimild samkvæmt lögum til að vinna rannsóknir sem snúa að því að bakreikna afurðir til afla. Heimildir DV herma að Þorsteini verði nú sendur reikningur í kjölfar slíks bakreiknings.lgjör þögn um fjársektir
Heimildir DV herma að Þorsteini Erlingssyni verði gert að greiða yfir 200 milljónir