20.07.2011 19:00

Gjögur

Bjarni Guðmundsson á Neskaupstað hefur svo sannarlega farið hringinn nú i sumar og höfum við birt nokkrar myndir frá honum, en eftir er að birta myndir m.a. frá stöðum sem nánast aldrei koma myndir frá, sem gerir málið enn skemmtilegri. Núna birti ég t.d. tvær myndir frá Gjögri. Sá staður er mjög fáséður hvað varðandi myndir hér á síðunni. En við eigum eftir að sjá margar skemmtilegar og sérstæðar myndir, sem koma svona smátt og smátt. Stendur síðan í mikilli þakkarskuld fyrir þetta framtak Bjarna.




                            Gjögur © myndir Bjarni Guðmundsson, 12. júlí 2011