19.07.2011 21:15

Allt önnur gæði

Myndir þær sem ég birti nú eru svona frekar til gamans en eitthvað annað. Ástæðan er sú að ég var að skipta á myndavélinni og annarri og má segja að myndirnar af Tómasi Þorvaldssyni hafi verið þær fyrstu sem ég spáði eitthvað í tökur á, með þeirri nýrri. Svo skemmtilega vill til að þegar Auðunn kom með Sævar KE 5 í drætti í dag birti ég myndir sem voru þær síðustu sem ég tók með gömlu vélinni, en um leið tók ég án þess að spá mikið í, myndir af sama atburði með nýju vélinni og eins og menn sjá ef gæðin eru borin saman þá eru þau allt önnur. Hér koma myndir af drættinum, teknar með nýju vélinni.






           1587. Sævar KE 5 og 2043. Auðunn, í dag © myndir Emil Páll, 19. júlí 2011