18.07.2011 09:00

Njarðvík í morgun

Það var ekki mikið um að vera í Njarðvikurhöfn, með þó einni gleðilegri undantekningu, Blíða SH 277 var að landa makríl. Ef makrílvinnslan hefði ekki farið í gang í Njarðvik, væri höfnin ósköp dauf. Þar sem flest skipin eru þar til geymslu um lengri eða skemmri tíma, þó er eitt í viðhaldi. Hér sjáum við fjórar myndir sem ég tók núna upp úr kl. 8 í morgun


    Jú þarna má að vísu sjá níu skip, eitt þeirra er að landa og annað í eðlilegu viðhaldi, önnur í geymslu til lengri eða skemmri tíma


        Rauðu bátarnir báðir, annar, 2101. Sægrímur GK 525 í sviftingu fram í miðjan næsta mánuð, en hinn 363. Maron GK 522, hefur verið á lúðuveiðum og kom inn trúlega í gær.


                                 Makríl landað úr 1178. Blíðu SH 277


         Íslenska makrílveiðifélagið ehf., í Njarðvík. En þetta sem maðurinn hægra megin við hurðina er að gera, hélt ég að væri löngu liðin tíð við móttökudyr á fersku hráefni.
                                          © myndir Emil Páll, 18. júlí 2011