17.07.2011 10:30

Oujukoaq ex Hafrenningur GK o.fl. ísl. nöfn

Þessi bátur var á sínum tíma keyptur til Grindavíkur frá Danmörku og flakkaði svo víða um land og endaði aftur í Grindavík áður en hann var seldur til Kanada. Fyrir neðan myndina sem er frekar nýleg, birti ég sögu bátsins.



     Oujukoaq ex 1626. Hafrenningur GK o.fl. © mynd arctic guide.net

Smíðaðnúmer 20 hjá Saksköbing Maskinfabrikk og Skipswærft, í Saksköbing, Danmörku 1976. Ypphaflega smíðaur sem eins þilfara síðutogari til veiða á brælsufiski, en 1980 var byggt yfir skipið og því breytt il línuveiða. Sett var á það ný brú og fleira í Skipasmíðastöð Njarðvikur 1997. Brúin var keypt notuð frá Noregi og átti að fara á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður. Brúin hafði áður verið á norska skipinu Frögvanden.

Keyptur hingað til lands 1982 og kom hingað 28. júní það ár. Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994 en ekki notaður. Seldur til Írlands í febrúar 1996, en skilað til baka aftur í sama mánuði. Lá við bryggju í Njarðvik þar til ahnn var tekinn upp í Njarðvikurslipp í jan. 1997. Fór eina ferð sem Gissur hvíti GK milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og var eftir það lagt í Kanada, eða þar til hann var seldur til frumbyggja í Baffínslandi í Kanada í júlí 2005.

Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457 og núverandi nafn: Oujukoaq