16.07.2011 12:00

Upplifum Reykjanes

Þó sú staðreynd sé fyrir hendi að flestir flugfarþegar koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll, hafa frekar fáar ferðir boðið upp á útsýni um Reykjanesskagann, þó þar sé ótrúlega margt að sjá. Helst er farið í Bláa lónið og eitthvað á aðra staði, en þá aðallega frá höfuðborginni.

Nú eru líkur á að þar verði breyting á því nýlega var stofnað fyrirtæki sem heitir UPPLIFUM REYKJANES og er með það markmið að bjóða upp á útsýnisferðir um Reykjaneskagann og er þegar búið að setja upp tvær akstursleiðir, þar sem auk ferða með leiðsögn er boðið upp á súpu eða kaffi í Grindavík í lengri ferðinni  og síðan mat í lokin á Kaffi Duus í báðum ferðum.

Það skemmtilega við þetta fyrirtæki að eigendur að því eru fjórir einstaklingar og eru þeir allir með Facebook-síðu, auk þess sem tveir þeirra eru með skipasíðu hér á 123.is

Hér birti ég mynd af forsíðu bæklings sem þeir hafa gefið, svo og tvær myndir úr bæklingnum, en viðkomustaðirnir í lengri ferðinni eru 14 talsins og eru myndir af allflestum. Myndatökumenn voru: Emil Páll Jónsson, Kristinn Benediktsson og Oddgeir Karlsson


             Forsíða bæklingsins


                                  Þrjár af fjórum inn síðum í bæklingnum


                                      Fjórða innsíðan og baksíðan


                       Auglýsing sú sem ég birti í gær