15.07.2011 09:00
Polarfangst, plastbátur
Hér sjáum við Polarfangst snurvoða og nótabátur byggður úr plasti í Svíþjóð. Þetta er Ísbrjótur svo það er mjög þykkt í honum plastið, var hann notaður sem slíkur í Svíþjóð. Hvalbakurinn og yfirbyggingin að aftan stýrsihúsið og fleira er allt úr plasti en yfirbyggingin sjálf yfir dekkið er úr áli. Þetta er algjör gangstrókur og lítið mál að setja hann í 14 sjm. En þetta er orðinn frekar sjúskaður bátur og hefur verið eigandum dýr mikið um bilanir og svoleiðis ástand núna er hann útbúinn að snurvoð og er búinn með kvótann. Hann á síldarkvótann eftir annars er hann til sölu og hafa tveir aðilar komið að skoða.
Þetta er lýsing Jóns Páls Jakobssonar á síðu sinni, en tengill á hana er hér til hliðar.

Polarfangst, í Örnes í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, 13. maí 2011
Þetta er lýsing Jóns Páls Jakobssonar á síðu sinni, en tengill á hana er hér til hliðar.
Polarfangst, í Örnes í Noregi © mynd Jón Páll Jakobsson, 13. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
