10.07.2011 09:00

Ný flotbryggja í Norðurbugt í Reykjavík fyrir fiskibáta

Af vef Faxaflóahafna:
img_3498 
Fyrstu seglskúturnar lagstar við nýju flotbryggjuna 

Ný flotbryggja var sjósett í Norðurbugt Vesturhafnarinnar í þessari viku. Bryggjan er framleidd hjá Loftorku í Borgarnesi og er úr steinsteypu en það er fyrirtækið KRÓLI sem sá um framkvæmd og uppsetningu bryggjunnar.

Samtals eru 14 viðlegufingur, 7 hvoru megin,  og geta því 28 bátar legið við festar í einu. Auk þess er aukabryggja sem liggur þvert á aðalbryggjuna og þar er pláss fyrir stærri báta.

Norðurbugtsbryggjan er einkum ætluð fiskibátum sem stunda róðra frá Reykjavík en mjög hefur þrengst um núverandi aðstöðu þeirra í Suðurbugt við það að hvalaskoðunarbáutm hefur fjölgað og ferðaþjónustan þarf stöðugt meira pláss.

Fyrstu notendur hinnar nýju  bryggju eru seglskútur sem nú eru geymdar við Faxagarð en þær verða síðan fluttar úr Norðurbugt í Austurbugt þar sem verið er að útbúa framtíðaraðstöðu fyrir seglskútumenn.

flotbryggjan