08.07.2011 15:00
Skvetta SK 7
Þessi bátur er að vissu leiti mjög merkilegur, því auk hans er aðeins til annar bátur sömu gerðar ennþá til hér á landi. Trúlega munu þeir báðir fljótlega fá haffærisskírteini ef þeir eru ekki báðir búnir að fá það, Hafa þeir báðir verið í miklu viðhaldi og lagfæringum að undanförnu.
Hér er ég að tala um hina sönnu Bátalónsbáta, annars vegar bát með hét fyrst Gunnar Sigurðsson ÍS 13 og nú aftur Gunnar Sigurðsson og hefur smíðanúmerið 425 hjá Bátalóni hf. og hinsvegar þennan hér að ofan sem hét fyrst Dröfn BA 28 en heitir nú Skvetta SK 7 og er með smíðanúmerið 430 hjá Bátalóni hf. Aðalmunurinn á þessum tveimur bátum er að Gunnar Sigurðsson fer trúlega í ferðaþjónustu, eða sem skemmtibátur á Ísafirði eða þar í hring, en Skvetta mun verða gerður út frá Njarðvík eða Keflavík sem fiskibátur og er því sá síðasti af Bátalónsbátunum sem enn er til sem fiskiskip.
Til að forðast allan misskilnig þá eru þrír aðrir Bátalónsbátar til. Einn af þeim er enn haffær og er í Eyjum en honum hefur verið breytt í frambyggðan bát, þá er einn inni í húsi á Fáskrúðsfirði og hefur verið lengi og sá þriðji var enn til árið 2009 sem þjónustubátur í Bretaveldi.

1428. Skvetta SK 7, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 8. júlí 2011
Hér er ég að tala um hina sönnu Bátalónsbáta, annars vegar bát með hét fyrst Gunnar Sigurðsson ÍS 13 og nú aftur Gunnar Sigurðsson og hefur smíðanúmerið 425 hjá Bátalóni hf. og hinsvegar þennan hér að ofan sem hét fyrst Dröfn BA 28 en heitir nú Skvetta SK 7 og er með smíðanúmerið 430 hjá Bátalóni hf. Aðalmunurinn á þessum tveimur bátum er að Gunnar Sigurðsson fer trúlega í ferðaþjónustu, eða sem skemmtibátur á Ísafirði eða þar í hring, en Skvetta mun verða gerður út frá Njarðvík eða Keflavík sem fiskibátur og er því sá síðasti af Bátalónsbátunum sem enn er til sem fiskiskip.
Til að forðast allan misskilnig þá eru þrír aðrir Bátalónsbátar til. Einn af þeim er enn haffær og er í Eyjum en honum hefur verið breytt í frambyggðan bát, þá er einn inni í húsi á Fáskrúðsfirði og hefur verið lengi og sá þriðji var enn til árið 2009 sem þjónustubátur í Bretaveldi.
1428. Skvetta SK 7, í Njarðvíkurslipp í dag © mynd Emil Páll, 8. júlí 2011
Skrifað af Emil Páli
