04.07.2011 13:41
Landgönguprammi sjósettur
Hér áður fyrr meðan Varnarliðið var hér í heiðinni fyrir ofan byggðina, gerðist það af og til að gamall landgönguprammi væri sjósettur og notaður í smátíma. Síðar var hann tekinn á land að nýju. Hér er smá myndasyrpa þegar krani sá sem Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hafði til afnota, ef einhver flugvélin myndi krassa, var notaður til að hífa pramman á flutningavagn og síðan aftur af honum í Njarðvíkurhöfn.




Landgöngupramminn fluttur til Njarðvíkur © myndir Pétur B. Snæland




Landgöngupramminn fluttur til Njarðvíkur © myndir Pétur B. Snæland
Skrifað af Emil Páli
