02.07.2011 12:50

Einn staðinn að ólöglegum veiðum

Af vef Landhelgisgæslunnar í gær

TF-LIF-140604_venus

01. júl. 2011

Föstudagur 1. júlí 2011

Mikil umferð var á sjó í gær. Þegar mest var höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar eftirlit með 964 skipum og bátum á miðunum kringum landið, jafnt togurum sem strandveiðiflotanum.

Gekk dagurinn annars vel fyrir sig enda ágætt veður fyrir utan eitt atvik þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar stóð bát að meintum ólöglegum veiðum 2 sjml. SV af Skor eða um 3,5 sjml. inni í lokuðu hólfi þar sem gildir reglugerð nr. 693/07 (Opnast í nýjum vafraglugga) um bann við handfæraveiðum suður af Látrabjargi. Var bátnum vísað til hafnar þar sem mál hans verður tekið fyrir hjá embætti sýslumannsins á Snæfellsnesi.