02.07.2011 12:23

Ekki Siglir

Hjalti Gunnarsson á Þerney RE sendi mér eftirfarandi skilaboð vegna fyrirspurnar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og frétt á færeyskri fréttasíðu sem ég birti hér í morgun.

Hjalti Gunnarsson
Ég var að skoða síðuna hjá þér og sá innslag frá færeskri fréttasíðu og svo var Magnús Þór með vangaveltur um hvar þetta skip kappin væri gamli Siglir, sem svo hét Polar Siglir og núna síðast Ocean Explorer. Ekki er svo því Ocean Explorer hefur verið síðustu ár niður í Afríku, og var nýlega í slipp í Durban þar sem hann var afhentur nýjum eigendum sem eru reyndar rússneskir og "siglir" hann því undir rússnesku flaggi núna. Kveðja Hjalti Gunnarsson

Sendi ég Hjalta kærar þakkir fyrir þetta