02.07.2011 08:18

John F að koma til Straumsvíkur

Guðmundur Falk var á ferðini á Reykjanesbrautinni á leið austur í gærmorgun um 04:40 og þá var John F að koma inn í Straumsvík en skipið er skráð á Kýpur og er 190 metra langt og 32 metra breitt með djúpristu upp á 10.6 metra. Tók hann þá þessa mynd.


      John F. að koma til Straumsvíkur, snemma í gærmorgun © mynd Guðm. Falk, 1. júlí 2011