01.07.2011 11:00
Blíða SH komin til Þorlákshafnar

1178. Blíða SH 277, siglir í gær út Stakksfjörðinn á leið sinni til Þorlákshafnar. Augljóslega er makrílbúnaðurinn ekki kominn upp á bátnum og því hafa áhafnarmeðlimir trúlega lent í vandræðum með að setja búnaðinn sem var í fyrra upp að nýju. Virðast allmargir af þeim bátum sem ætla að stunda makrílveiðar á færi, fara til Þorlákshafnar til að fá búnað til veiðanna. © mynd Emil Páll, 30. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
