28.06.2011 19:00
Kristján og Andrés
Eins og fram kom undir færslunni um Hrímnir SH 714, þá hef ég komist í gömul myndaalbúm frá Sólplasti og fyrirrennara þess Plastverki í Sandgerði. Mun ég í kvöld og næstu daga birta myndir úr þessum albúmum, myndir sem ekki koma endilega í réttri tímaröð, né að tíundað er hverjar breytingar hafa verið unnar á viðkomandi bátum. Frekar til að ýmsir hafi gaman af, því þarna birtast myndir af bátum sem margir hverjir eru ekki til lengur.
Núna birti ég mynd af tengdafeðgunum Kristjáni Nielsen og læriföður hans og tengdaföður Andrési Eyjólfssyni í Plastverki. Svona til að hafa gaman af þá hefur Kristján verið töluverk mikið meira hærður en hann er í dag, hehhee

Kristján Nielsen og Andrés Eyjólfsson

Kristján og Andrés
Kristján Nielsen © myndir úr safni Sólplasts ehf.
Núna birti ég mynd af tengdafeðgunum Kristjáni Nielsen og læriföður hans og tengdaföður Andrési Eyjólfssyni í Plastverki. Svona til að hafa gaman af þá hefur Kristján verið töluverk mikið meira hærður en hann er í dag, hehhee

Kristján Nielsen og Andrés Eyjólfsson

Kristján og Andrés
Kristján Nielsen © myndir úr safni Sólplasts ehf.Skrifað af Emil Páli
