28.06.2011 18:00

Hrímnir SH 714 endurbyggður

Nú stendur yfir endurbygging á gömlum opnum trébát sem upphaflega var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1974 og hét fyrst Sæmi AK 13. Eftir það bar hann nöfnin Sæmi AK 83, Rafn HF 151, Rafn SH 304 og frá 1993 Hrímnir SH 714. Hann hefur auk þess verið lengdur og nú breytt í frambyggðan bát, en var í fyrstu afturbyggður.

Verið er að endurbyggja hann í Stykkishólmi, en stýrishúsið er í framleiðslu hjá Sólplasti í Sandgerði


         Vinnuteikning af 5008. Hrímnir SH 714, varðandi þær endurbætur sem nú fara fram


          Mótið af stýrishúsinu, eins og það mun líta út frá Sólplasti í Sandgerði © myndir Emil Páll, 28. júní 2011

Í kvöld og næstu kvöld mun ég kafa aðeins ofan í myndaalbúm frá Sólplasti og Plastverki og sýna myndir af hinum ýmsu bátum sem farið hafa í geng um vinnslulínu fyrirtækjanna. Þarna munu sjást ýmsir bátar sem nú eru horfnir og sumir eru enn til. Ekki verða stuðst við hverjar breytingarnar eru hverju sinni, heldur frekar lagt upp úr að sýna bátanna.