28.06.2011 07:12

Makríll: Bátum breytt í Þorlákshöfn og vinnslan í Njarðvík

Þessar vikurnar er unnið að því í Þorlákshöfn að útbúa nokkra báta fyrir makrílveiðar og eru breytingarnar langt komnar varðandi Sæfara ÁR 170 og Valgerði BA 45, auk þess sem 15 tonna plastbátur er tilbúinn með útbúnaðinn þar líka. Þá eru nýhafnar breytingar á Happasæl KE 94. Birti Jósef Ægir Stefánsson myndir af stálbátunum nú um helgina á síðu þeirra bræðra Jobba og Gumma og hefur hann leyft mér að birta þær hér, sem ég og geri og sendi honum kærar þakkir fyrir.

Á sama tíma er verið að gera vinnsluhúsnæði í Njarðvík sem Íslenska Makrílfélaigð mun reka þar, fram á sumar og bæði vera með  flakavinnsla og hraðfrysting á makríl. Munu 6 bátar verða í viðskiptum við fyrirtækið og hafa heyrst nöfn Blíðu SH 277 og Happasæls KE 94, en hvort Sæfari og Valgerður sé í þeim hópi er ég ekki viss um.


                                                  2340. Valgerður BA 45


            1964. Sæfari ÁR 170 og fyrir aftan hann má sjá 13. Happasæl KE 94


      Hér eru greinlega um að að ræða handfærarúllur frá Sjóvélum sem notaðar eru við makrílinn © myndir Jósef Ægir Stefánsson, í Þorlákshöfn um síðustu helgi