26.06.2011 14:06

Ráðherra tekur ákvörðun um auknar strandveiðar

skessuhorn.is:
 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf íá föstudag út reglugerð um auknar strandveiðar. Það gerir hann í samræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Samkvæmt auglýsingu ráðuneytisins, sem tekur gildi 28. júní nk., fellur úr gildi fyrri auglýsing um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps.  Alþingi samþykkti í lögum nr. 70/2011 að heimila aukningu strandveiða um allt að 1.900 tonn af óslægðum þorski og 600 af óslægðum ufsa. Aukningin skiptist þannig að 33,3% koma til aukningar á svæði A, 23,7% á svæði B, 25,5% á svæði C og 17,5% á svæði D.  Aukningin kemur þegar til framkvæmda þannig að heimildir nú í júnímánuði aukast um 633 tonn af óslægðum þorski og 200 tonn af óslægðum ufsa.