26.06.2011 10:48

holmavik.123.is

Eins og ég hef áður sagt frá hér á síðunni, er ein síða á landsbyggðinni sem ber af hvað fjölbreyttni varðar í myndavali. Síðu þessa sér Jón Halldórsson á Hólmavík um og kemur hann mjög víða við í sínu heimahéraði og næsta nágrenni. Birtast myndir úr landbúnaði, sjávarútvegi og hverju öðru sem tilfellur og er hver myndin á fætur annarri tekin með næmu ljósmyndaraauga. Þessi síða hér hefur notið samnings við Jón um að fá að birta myndir er tengjast sjávarútvegi, en svæði það sem hann birtir myndir frá, er svæði sem ég hef annars mjög takmarkaðan aðgang að og nú hefur hann bætt um betur, með ferðalögum í önnur sveitarfélög og svo vel vill til að það eru einmitt líka svæði sem þessi síða, þ.e. síðan mín er afskipt af.
En hvað um það þið sem ekki hafið þegar séð síðu Jóns ættuð að skoða hana og það get ég fullyrt að þar kemur ykkur margt á óvart, en síðan er holmavik.123.is

Með grein þessari fylgir mynd sem hann tók á Tálknafirði um síðustu helgi.


            Tálknafjörður um síðustu helgi © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is