25.06.2011 11:33
Fékk drauganet í skrúfuna
Trillan Kópur GK 175 fékk drauganet í skrúfuna í morgun um þrjár mílur norður af Ólafsvík. Skipstjóri Kóps varð að fá aðstoð björgunarbátsins Bjargar til að komast til hafnar.
Hann sagðist hafa verið á leið til Keflavíkur eftir grásleppuvertíð í Stykkishólmi en hefði ákveðið að taka eldsneyti áður en lengra yrði haldið.
"Það steindrapst á vél bátsins er drauganetið festist í skrúfunni og því ekki annað í stöðunni að fá aðstoð," sagði skipstjórinn.
