25.06.2011 12:00

Of seint í rassinn gripið

Eins og ég greindi frá hér fyrir nokkrum dögum kom upp mikil óánægja varðandi gjaldtöku og þjónustuþátt Reykjaneshafnar gagnvart t.d. þeim bátum sem væru á Strandveiðum o.fl. Var gerð bragðarbót, í framhaldi af því að málið rataði hér inn á síðuna. Engu að síður heyrist mér á þeim smábátaeigendum sem rætt hafa við mig, að þetta dugi ekki til að menn komi til baka og jafnvel ekki til þess að þeir sem ekki voru ekki farnir, en búnir að kaupa pláss í Sandgerði, hætti við þau áform. Einnig hafa margir rætt um að varðandi vetrarleigu að kaupa frekar pláss inn í Vogum en að nota Grófina.
Hér birti ég myndir af Grófinni í gær og sést að nánast allir þeir sem eru á veiðum eru horfnir.






                           Grófin, Keflavík í gær © myndir Emil Páll, 24. júní 2011