23.06.2011 09:21
Aflaverðmæti og skemmtiferðaskip
mbl.is
Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 37,4 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011 samanborið við 36,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um einn milljarð eða 2,8% á milli ára, samkvæmt frétt Hagstofunnar
mbl.is
Miklar annir voru á Skarfabakka í Sundahöfn í morgun þegar hið tröllaukna AZURA, stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, var lagst að bryggju. Fjöldi langferðabíla, breyttra jeppa og leigubíla beið þess að aka farþegum og áhöfn.
Skrifað af Emil Páli

