23.06.2011 00:00
Svafar í Alvor í Portúgal
Heill og sæll félagi Emil Páll.
Núna er kallinn á gömlum heimaslóðum í Portugal. Hér væsir ekki um mann í 32 gr uppá hvern einasta dag.
Ég fór smá rúnt í gær (þriðjudag) á einn af uppáhalds stöðunum mínum en það er fiskimannahöfnin í Alvor og einnig rendi ég við í marinuni í Lagos.
Þessar myndir tók ég í þeirri ferð. Annars er lífið bara ljúft hér meðal gamallra vina og kunningja og við þælumst um hingað og þangað aðalega þangað hahahaha. Hér verðum við í 4 vikur en að því liðnu þá er það vinnan heima.
Sólarkveðjur frá Portugal.
- Birti ég nú fyrri pakkann sem hann sendi nú og er hann frá Alvor í Portugal, en sá síðari verður birtur eftir sólarhring, en hann er frá Lagos. - Vil ég nota tækifæri og senda honum kærar þakkir fyrir þessar skemmtilegu myndir, með von um að hann fari ekki illa í sólinni. hhhe - .
Nótabátur
Nótin
Nótin
Ekki er spilbúnaðurinn flókinn?
Einn að ditta að bátnum sínum
Bátalyftan
Fiskimannahöfnin í Alvor

Krabbagildrur

Sjómenn að ditta að veiðarfærunum 
Útgerðarbíllinn, hjólið © myndir Svafar Gestsson, 20. júní 2011
