22.06.2011 22:00
Systurskipin þrjú í dag
Ég hef oft sagt frá því að í Grindavík eru fjögur systurskip, svonefnd Boizenburgarskip og hef birt mynd af þeim öllum ýmist saman eða hvert fyrir sig. Þessar myndir sem ég tók í morgun eru því í raun endurtekningar frá fyrri birtingum, en hér sjást þrjú systurskipin, aðeins Oddgeir vantar á myndina svo þau séu öll saman.
972. Kristín ÞH 157, 975. Sighvatur GK 57 og 967. Marta Ágústsdóttir GK 14
975. Sighvatur GK 57 og 967. Marta Ágústsdóttir GK 14, í Grindavík í dag © myndir Emil Páll, 22. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
