22.06.2011 14:20
Reykjaneshöfn lagar gjaldtökuna
Reykjaneshöfn hefur fundið fyrir óánægju viðskiptavina með gjöldtöku eftir kl. 17 á daginn og í framhaldi af þeim og skrifum mínum hér í gær hafa þeir brugðist við og lagað gjaldtökuna fyrir vinnu eftir opnunartímann. Er ég með í fórum mínum blað sem gefið var út í dag, því til staðfestingar og ég fékk hjá hafnarstjóra núna rétt áðan.
En svona í smá framhjáhaldi, en um leið gríni birti ég nú myndasyrpu sem ég tók er hafnsögubáturinn kom óvænt inn í Grófina í morgun, snéri við lagðist aðeins við bryggju og annar mannana um borð stökk í land en fljótlega aftur um borð og síðan var eftir aðeins nokkrar mínútur í Grófinni siglt í burtu. Á myndunum sést einn hafnarvarðanna sem augljóslega hefur tekið gagnrýnina í gær til sýn, því hann er svo stífur, að ef það hefði verið rigning þá hefði rignt upp í nefið á honum hehhe.





2043. Auðunn, í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 22. júní 2011
En svona í smá framhjáhaldi, en um leið gríni birti ég nú myndasyrpu sem ég tók er hafnsögubáturinn kom óvænt inn í Grófina í morgun, snéri við lagðist aðeins við bryggju og annar mannana um borð stökk í land en fljótlega aftur um borð og síðan var eftir aðeins nokkrar mínútur í Grófinni siglt í burtu. Á myndunum sést einn hafnarvarðanna sem augljóslega hefur tekið gagnrýnina í gær til sýn, því hann er svo stífur, að ef það hefði verið rigning þá hefði rignt upp í nefið á honum hehhe.





2043. Auðunn, í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 22. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
