21.06.2011 13:13
Hvað sagði Steini?
Þeir eru margir sem hafa spurt mig af því hvað Steini sagði svo ég lokaði eftur fyrir kommentin. Allir fá þeir þetta svar. Það skipir í sjálfu sér engu máli hvað hann sagði, ástæðan fyrir því að ég vil ekki hafa hann og eyði því alltaf út, er að ég veit ekki hans rétta nafn. Fyrst þegar hann kom inn var það á síðu Þorgeirs og þar kallaði hann sig --"-- og eftir að ég neitaði að birta meira eftir hann fyrr en hann kæmi með nafn, fór hann að kalla sig Steina.
Sem gamall ritstjóri fréttablaðs veit ég að öll skot sem kom frá mönnum undir dulnefnum eru á ábyrgð ritstjóra og því fékk aldrei nokkur að skrifa þar undir dulnefni nema ég vissi hans rétta nafn. Sama er með umræddan Steina, það er ekkert sem segir að hann heiti Þorsteinn, Hafsteinn, Guðsteinn, Steingrimur eða annað sem gælunafnið Steini eigi við, hann getur allt eins heitað Guðmundur, Sigurður eða eitthvað annað.
Eftir að ég hóf að vera með þessa síðu hafa nokkrir fengið að nota dulnefni af ýmsum ástæðum, en áður hafa þeir fengið leyfi hjá mér og ég veit hið rétta nafn hjá viðkomandi. Ef Steini væri maður sem hagaði sér eins og honum bæri léti hann mig vita hvað hann héti réttu nafni og hver hann væri, og þá væri hugsanlegt að hann fengi að skrifa hér komment undir Steina nafninu, ef ég heimilaði það.
En eins og staðan er núna er það óþolandi að menn skrifi undir einhverju lyganafni, eða nafni sem eigandi síðunnar veit ekki hver á. Því verður það alltaf, jafnvel þó ég opni aftur, að komment Steina verður fjarlægt, hvað svo sem hann segir, bara fyrir það að haga sér svona. Með öðrum orðum það sem hann segir skiptir ekki máli, heldur hvernig hann merkir það.
Því vísa ég á komment í gegn um Facebook, því þar getur enginn falið sig, án þess að hið rétta nafn komi fram.
Sem gamall ritstjóri fréttablaðs veit ég að öll skot sem kom frá mönnum undir dulnefnum eru á ábyrgð ritstjóra og því fékk aldrei nokkur að skrifa þar undir dulnefni nema ég vissi hans rétta nafn. Sama er með umræddan Steina, það er ekkert sem segir að hann heiti Þorsteinn, Hafsteinn, Guðsteinn, Steingrimur eða annað sem gælunafnið Steini eigi við, hann getur allt eins heitað Guðmundur, Sigurður eða eitthvað annað.
Eftir að ég hóf að vera með þessa síðu hafa nokkrir fengið að nota dulnefni af ýmsum ástæðum, en áður hafa þeir fengið leyfi hjá mér og ég veit hið rétta nafn hjá viðkomandi. Ef Steini væri maður sem hagaði sér eins og honum bæri léti hann mig vita hvað hann héti réttu nafni og hver hann væri, og þá væri hugsanlegt að hann fengi að skrifa hér komment undir Steina nafninu, ef ég heimilaði það.
En eins og staðan er núna er það óþolandi að menn skrifi undir einhverju lyganafni, eða nafni sem eigandi síðunnar veit ekki hver á. Því verður það alltaf, jafnvel þó ég opni aftur, að komment Steina verður fjarlægt, hvað svo sem hann segir, bara fyrir það að haga sér svona. Með öðrum orðum það sem hann segir skiptir ekki máli, heldur hvernig hann merkir það.
Því vísa ég á komment í gegn um Facebook, því þar getur enginn falið sig, án þess að hið rétta nafn komi fram.
Skrifað af Emil Páli
