20.06.2011 16:40

Brettingur til Grænlands

Togarinn Brettingur KE 50 sem fór um helgina af landi brott, var ekki á leið til Kanada, vegna sölu þangað heldur í verkefni í Grænlandi, en þangað hefur hann verið leigður í 5 vikur sem fljótandi frystihús við bryggju. Munu veiðiskipin landa beint í togarann, en ekki er afráðið hvort hann siglir með aflann í lokin.
Salan til Kanada er í bið, en þeir hafa mikinn áhuga á að fá skipið keypt. Einnig er vitað um fleiri mál sem hugsanlega eru í farvatningu varðandi framtíð skipsins.


                   1279. Brettingur KE 50, í Njarðvik © mynd Emil Páll, 13. júní 2011