20.06.2011 11:48
Bláfell: Þrír í framleiðslu
Hjá Bláfelli ehf., á Ásbrú eru nú þrír þilfarsbátar fyrir innlendan markað í framleiðslu og mun ég nú birta mynda af þeim, ásamt smá frásögn.
Þessi fer í Kópavoginn og er af gerðinni Sómi 870. Áætlað er að hann verði sjósettur þegar liðin er ein vika af júlí-mánuði
Þessi sem er að gerðinni Sómi 990 fer til aðila í Reykjavík, en verður að ég held skráður með ÍS nr. Áætluð verklok eru um miðjan ágúst.
Hér er mótið af þeim þriðja, en annarsstaðar í húsinu er búið að steypa yfirbygginguna o.fl. Þessi er að gerðinni Sómi 870 og verður ekki kláraður fyrr en í haust eða eftir sumarfrí.
© myndir Emil Páll, 20. júní 2011
