19.06.2011 18:07
Goðinn í Helguvík 1978
Guðmundur Falk sendi mér þessa perlu og fylgdi henni svohljóðandi texti:
Hér kemur ein gömul sem ég tók í Helguvík 1978, þá 13 ára á Kodak Instant Matic vél og þarna sést Helguvíkin eins og hún var áður en henni var spillt með Hafnargerð en þarna er Goðinn sennilega að koma til að mæla Kantana þeas Dýptarmælingar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýja höfn í Helguvík fyrir Varnarliðið
Þetta þótti manni töluvert ferðalag enda yfir óbyggt svæði og vegleysu að fara og ekki var ekið að þessu en maður prílaði mikið í Berginu og þykir bara góður að vera Lifandi í dag :)
1005. Goðinn, í Helguvík, eins og hún var fyrir allar framkvæmdir. Þessa perlu tók Guðmundur Falk, 1978
Skrifað af Emil Páli
