19.06.2011 11:21

Til hvers eru komment?

Til hvers eru kommentin á síðunum. Í mínum huga til að skapa almenna umræðu, eins og helst sést á síðu Tryggva Sig.
Persónulega hef ég verið mótfallinn kommentum, því ég er ekki með síðu sem er alveg eins og hinar. Hér er birtur ýmis fróðleikur, fréttir o.fl. Auk þess sem myndaúrvalið er margfallt meira hjá mér en öðrum.
Sumum finnst myndaúrvalið vera of mikið, en fyrir mér er það þeirra mál, þetta er síðan mín og fer því eftir mínum reglum.
Alveg frá því að ég birjaði með síðu Þorgeirs og síðan þessa síðu, hafa ákveðnir aðilar lagt mig í einelti við að ákveða hvað ég ætti að gera og hvað ekki. Þessir aðilar fóru því fljótlega á bannlista  hjá mér og ég því eitrað þá þá út jafnóðum. Þetta hafa þeir þó ekki allir skilið og haldið áfram, eða verið með slæla gagnvart mér á öðrum vígstöðum Þeir sem fara þó mest í tauganar á mér, eru þeir sem ekki koma fram undir nafni, þ.e. réttu nafni bara kannski bara gælunafni, en ég veit ekkert hverjir eru, né hvort það gælunafn sé rétt. Einn þessara manna kallar sig STEINI og lét ég rannsaka hver hann væri út frá IP tölunni og svarið er komið, en þó hann sýni mér engan skilning mun ég ekki birta að svo komnu máli annað en að hann er í REYKJAVÍK

Vegna manna eins og svonefnds Steina, verða engin komment á þessari síðu og því legg ég til að þið sem eru ósáttir við það, kannið hver maðurinn er og upplýsið um hann. Ég mun ekki gera það að sinni.