17.06.2011 09:23

Opnað fyrir komment að nýju

Nú á þjóðhátíðardag okkar íslendinga 17. júní, hef ég ákveðið að opna til prufu aftur fyrir það að menn geti sett ályt fyrir neðan færslurnar. Þetta geri ég í trausti þess að menn muni, hvað ég er strangur með ákveðna hluti og hika því ekki við að loka aftur ef menn fara yfir strikið, já strikið mitt.

Þetta geri ég þó ég viti að innan við 1% af gestum síðunnar kommenti og þannig er það hjá öllum, nema kannski Tryggva Sig, sem hefur þó nokkra sérstöðu í því hvað margir kommenta hjá honum.

Gestabókin verður áfram lokuð, a.m.k. meðan ég er að sjá hvernig þetta þróast hér. Varðandi myndasafnið sem hefur verið lokað líka, eru allt aðrar ástæður sem ég mun tilgreina nú. Myndasafn þetta nota ég ekki eins og venjuleg myndasöfn eru. Þarna eru myndir sem ég tek inn í vinnslumöppu og því engin mynd sem ekki hefur birts á síðunni. Þær eru ekki merktar á aðgengilegan máta, heldur eins og ég tek þær inn hverju sinni. Mitt myndasafn er fyrir utan tölvuna og þar eru allar myndirnar mjög aðgengilegar, en þið fáið auðvitað ekki aðgang að því. Þó ég hafi sagt frá þessu nokkrum sinnum hafa meira en 100 einstaklingar óskað eftir að komast í myndasafnið og svara ég þá, hvaða myndasafn? Það er ekkert í boði, sem er sannleikur málsins. Raunar er ég oft hissa þegar menn eru að biðja um leyniorð af myndasafninu, menn sem þekkja mig ekkert og hef oft spáð í að spyrja þá  í framhaldi af því, hvernig þeim detti það í hug fyrst þeir trúa ekki ástæðunni fyrir lokuðu safni. En hef látið það vera.

- Segi því aðeins í lokin, Gleðilegan þjóðhátíðardag -